Innlent

Kveikt í hræjunum í dag

Kveikt verður í hræjum hrossanna fjögurra, sem ýmist drápust eða var lógað eftir að hafa smitast af miltisbrandi við bæinn Sjónarhól á Vatnsleysuströnd, um hádegisbil í dag. Hugsanlega verður einu hrossi til viðbótar lógað í varúðarskyni. Átján tonn af eldiviði hafa verið flutt á staðinn og verður slökkvilið á vettvangi. Með því að brenna hræin verða þau ekki lengur smitberar. Um það bil tíu manns hafa fengið sýklayf í forvarnarskyni en enginn maður hefur sýnt einkenni smits. Talið er líklegt að smitið hafi borist úr hræjum sem grafin hafa verið á jörðinni fyrir áratugum og ein tilgátan er sú að við landbrot, sem varð við fjöruna í fyrravetur, hafi jarðvegur sópast ofan af gömlum hræjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×