Segir dóm auka réttaröryggi 12. júní 2004 00:01 Hilda Hafsteinsdóttir vann á þriðjudag mál sitt gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Niðurstaða dómsins var að lögreglu hafi verið óheimilt að handtaka hana ítrekað og vista í fangageymslu á árunum 1988 til 1992 án þess að kæra væri lögð fram eða mál hennar rannsökuð. Málið hafði verið í meðförum Mannréttindadómstólsins frá því árið 1996 þegar Hæstiréttur hafnaði skaðabótakröfu Hildu vegna ólögmætra handtaka. Áður hafði Hilda farið víða með mál sitt í íslensku réttarfarskerfi, en hvarvetna komið að lokuðum dyrum. Mál Hildu er það áttunda sem Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir og er á hendur íslenska ríkinu. "Dómurinn mun auka mjög á réttaröryggi hér á öllum sviðum. Engin þjóð vill vera dæmd þarna hvað eftir annað," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hildu. "Afleiðingin er að dómarar vinna vinnu sína betur og setja sig inn í þankaganginn og framkvæmdina hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn vafi er á því að í öllum meginatriðum hefur þróunin verið jákvæð í þessum efnum hjá Hæstarétti, þó að hann hafi ekki alltaf áttað sig á því hve ríkar kröfur eru gerðar til dómstóla með aðild landsins að Mannréttindasáttmála Evrópu." Ragnar segir að í máli Hildu hafi Mannréttindadómstóllinn komist að því að heimilt gæti verið að svipta fólk frelsi við þær aðstæður sem voru í máli Hildu, væru til þess skýrar lagaheimildir sem væru öllum almenningi aðgengilegar og skiljanlegar. "Á það skorti. Síðan var málsmeðferðin með þeim hætti að umbjóðanda mínum var aldrei gefið neitt að sök. Hún var aldrei kölluð fyrir dómara. Lögregla taldi hana sjúka en leitaði ekki eftir því að læknir liti þá til hennar þegar hún var svipt frelsi. Svo fór aldrei fram nein rannsókn, hvorki á hennar gjörðum né lögreglunnar," sagði hann. Síðan mál Hildu kom upp segir Ragnar að hér hafi verið sett ný lögreglulög sem bæti stöðuna nokkuð hvað varðar réttaröryggi fólks. "En síðan er auðvitað spurning um framkvæmdina, því eftir þann tíma höfum við dæmi á borð við handtökuna á Austurvelli þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Good Morning America og svo sambærileg atvik þegar forseti Kína kom í heimsókn til Íslands. Þá gekk lögreglan fram fyrir skjöldu og svipti menn frelsi án þess að gæta réttra aðferða og lagaheimilda. Út af því eru risin málaferli," sagði Ragnar. Fréttir Innlent Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Hilda Hafsteinsdóttir vann á þriðjudag mál sitt gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Niðurstaða dómsins var að lögreglu hafi verið óheimilt að handtaka hana ítrekað og vista í fangageymslu á árunum 1988 til 1992 án þess að kæra væri lögð fram eða mál hennar rannsökuð. Málið hafði verið í meðförum Mannréttindadómstólsins frá því árið 1996 þegar Hæstiréttur hafnaði skaðabótakröfu Hildu vegna ólögmætra handtaka. Áður hafði Hilda farið víða með mál sitt í íslensku réttarfarskerfi, en hvarvetna komið að lokuðum dyrum. Mál Hildu er það áttunda sem Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir og er á hendur íslenska ríkinu. "Dómurinn mun auka mjög á réttaröryggi hér á öllum sviðum. Engin þjóð vill vera dæmd þarna hvað eftir annað," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hildu. "Afleiðingin er að dómarar vinna vinnu sína betur og setja sig inn í þankaganginn og framkvæmdina hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn vafi er á því að í öllum meginatriðum hefur þróunin verið jákvæð í þessum efnum hjá Hæstarétti, þó að hann hafi ekki alltaf áttað sig á því hve ríkar kröfur eru gerðar til dómstóla með aðild landsins að Mannréttindasáttmála Evrópu." Ragnar segir að í máli Hildu hafi Mannréttindadómstóllinn komist að því að heimilt gæti verið að svipta fólk frelsi við þær aðstæður sem voru í máli Hildu, væru til þess skýrar lagaheimildir sem væru öllum almenningi aðgengilegar og skiljanlegar. "Á það skorti. Síðan var málsmeðferðin með þeim hætti að umbjóðanda mínum var aldrei gefið neitt að sök. Hún var aldrei kölluð fyrir dómara. Lögregla taldi hana sjúka en leitaði ekki eftir því að læknir liti þá til hennar þegar hún var svipt frelsi. Svo fór aldrei fram nein rannsókn, hvorki á hennar gjörðum né lögreglunnar," sagði hann. Síðan mál Hildu kom upp segir Ragnar að hér hafi verið sett ný lögreglulög sem bæti stöðuna nokkuð hvað varðar réttaröryggi fólks. "En síðan er auðvitað spurning um framkvæmdina, því eftir þann tíma höfum við dæmi á borð við handtökuna á Austurvelli þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Good Morning America og svo sambærileg atvik þegar forseti Kína kom í heimsókn til Íslands. Þá gekk lögreglan fram fyrir skjöldu og svipti menn frelsi án þess að gæta réttra aðferða og lagaheimilda. Út af því eru risin málaferli," sagði Ragnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira