Segir dóm auka réttaröryggi 12. júní 2004 00:01 Hilda Hafsteinsdóttir vann á þriðjudag mál sitt gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Niðurstaða dómsins var að lögreglu hafi verið óheimilt að handtaka hana ítrekað og vista í fangageymslu á árunum 1988 til 1992 án þess að kæra væri lögð fram eða mál hennar rannsökuð. Málið hafði verið í meðförum Mannréttindadómstólsins frá því árið 1996 þegar Hæstiréttur hafnaði skaðabótakröfu Hildu vegna ólögmætra handtaka. Áður hafði Hilda farið víða með mál sitt í íslensku réttarfarskerfi, en hvarvetna komið að lokuðum dyrum. Mál Hildu er það áttunda sem Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir og er á hendur íslenska ríkinu. "Dómurinn mun auka mjög á réttaröryggi hér á öllum sviðum. Engin þjóð vill vera dæmd þarna hvað eftir annað," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hildu. "Afleiðingin er að dómarar vinna vinnu sína betur og setja sig inn í þankaganginn og framkvæmdina hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn vafi er á því að í öllum meginatriðum hefur þróunin verið jákvæð í þessum efnum hjá Hæstarétti, þó að hann hafi ekki alltaf áttað sig á því hve ríkar kröfur eru gerðar til dómstóla með aðild landsins að Mannréttindasáttmála Evrópu." Ragnar segir að í máli Hildu hafi Mannréttindadómstóllinn komist að því að heimilt gæti verið að svipta fólk frelsi við þær aðstæður sem voru í máli Hildu, væru til þess skýrar lagaheimildir sem væru öllum almenningi aðgengilegar og skiljanlegar. "Á það skorti. Síðan var málsmeðferðin með þeim hætti að umbjóðanda mínum var aldrei gefið neitt að sök. Hún var aldrei kölluð fyrir dómara. Lögregla taldi hana sjúka en leitaði ekki eftir því að læknir liti þá til hennar þegar hún var svipt frelsi. Svo fór aldrei fram nein rannsókn, hvorki á hennar gjörðum né lögreglunnar," sagði hann. Síðan mál Hildu kom upp segir Ragnar að hér hafi verið sett ný lögreglulög sem bæti stöðuna nokkuð hvað varðar réttaröryggi fólks. "En síðan er auðvitað spurning um framkvæmdina, því eftir þann tíma höfum við dæmi á borð við handtökuna á Austurvelli þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Good Morning America og svo sambærileg atvik þegar forseti Kína kom í heimsókn til Íslands. Þá gekk lögreglan fram fyrir skjöldu og svipti menn frelsi án þess að gæta réttra aðferða og lagaheimilda. Út af því eru risin málaferli," sagði Ragnar. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Hilda Hafsteinsdóttir vann á þriðjudag mál sitt gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Niðurstaða dómsins var að lögreglu hafi verið óheimilt að handtaka hana ítrekað og vista í fangageymslu á árunum 1988 til 1992 án þess að kæra væri lögð fram eða mál hennar rannsökuð. Málið hafði verið í meðförum Mannréttindadómstólsins frá því árið 1996 þegar Hæstiréttur hafnaði skaðabótakröfu Hildu vegna ólögmætra handtaka. Áður hafði Hilda farið víða með mál sitt í íslensku réttarfarskerfi, en hvarvetna komið að lokuðum dyrum. Mál Hildu er það áttunda sem Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir og er á hendur íslenska ríkinu. "Dómurinn mun auka mjög á réttaröryggi hér á öllum sviðum. Engin þjóð vill vera dæmd þarna hvað eftir annað," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hildu. "Afleiðingin er að dómarar vinna vinnu sína betur og setja sig inn í þankaganginn og framkvæmdina hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn vafi er á því að í öllum meginatriðum hefur þróunin verið jákvæð í þessum efnum hjá Hæstarétti, þó að hann hafi ekki alltaf áttað sig á því hve ríkar kröfur eru gerðar til dómstóla með aðild landsins að Mannréttindasáttmála Evrópu." Ragnar segir að í máli Hildu hafi Mannréttindadómstóllinn komist að því að heimilt gæti verið að svipta fólk frelsi við þær aðstæður sem voru í máli Hildu, væru til þess skýrar lagaheimildir sem væru öllum almenningi aðgengilegar og skiljanlegar. "Á það skorti. Síðan var málsmeðferðin með þeim hætti að umbjóðanda mínum var aldrei gefið neitt að sök. Hún var aldrei kölluð fyrir dómara. Lögregla taldi hana sjúka en leitaði ekki eftir því að læknir liti þá til hennar þegar hún var svipt frelsi. Svo fór aldrei fram nein rannsókn, hvorki á hennar gjörðum né lögreglunnar," sagði hann. Síðan mál Hildu kom upp segir Ragnar að hér hafi verið sett ný lögreglulög sem bæti stöðuna nokkuð hvað varðar réttaröryggi fólks. "En síðan er auðvitað spurning um framkvæmdina, því eftir þann tíma höfum við dæmi á borð við handtökuna á Austurvelli þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Good Morning America og svo sambærileg atvik þegar forseti Kína kom í heimsókn til Íslands. Þá gekk lögreglan fram fyrir skjöldu og svipti menn frelsi án þess að gæta réttra aðferða og lagaheimilda. Út af því eru risin málaferli," sagði Ragnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira