Erlent

Reknar vegna slæðubannsins

Sjö stúlkur hafa verið reknar úr frönskum skólum vegna þess að þær neita að hlýða lögum sem banna þeim að bera íslamskar slæður í skólum. Nokkur hundruð nemar, aðallega íslamskar stúlkur en einnig síkar, neituðu að virða bannið þegar það tók gildi í byrjun skólaárs en flestir þeirra hafa síðar gengist inn á að bera ekki slæður eða túrbana í skólanum. Enn eru þó 72 dæmi um nemendur sem neita að fara að banninu og voru þeir fyrstu reknir úr skóla í vikunni. "Þeir hafa eyðilagt líf mitt," sagði hin tólf ára Khouloud í viðtali við Le Monde eftir brottrekstur sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×