Erlent

Frederick í 8 ára fangelsi

Ivan Frederick liðþjálfi í Bandaríkjaher var í dag dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Þá var hann lækkaður í tign og gerður að óbreyttum hermanni, dæmdur til launamissis og leystur undan herskyldu með skömm. Dómarinn hafði upphaflega dæmt Frederick til 10 ára fangelsis, en mildaði refsinguna eftir að samkomulag náðist. Verjandi Fredericks sagði eftir dómsuppkvaðninguna að sér þætti dómurinn þungur og að honum yrði áfrýjað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×