Vandamál að týna vegabréfi 18. ágúst 2004 00:01 Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Þjófar hafa miklar mætur á vegabréfum, sem þeir geta auðveldlega komið í verð, og sá sem verður fyrir því að tapa vegabréfinu sínu breytist samstundis í vegalaust barn í útlöndum. Það fyrsta sem fólk á að gera er að leita að íslensku sendiráði en ef ekki er sendiráð í landinu þarf að fara á næstu lögreglustöð og gefa skýrslu sem síðan er farið með á þá ræðismannsskrifstofu sem næst manni er. Þar getur oft verið um langt ferðalag að ræða þó að ræðismenn Íslands séu víða. Elín Arnþórsdóttir hjá vegabréfaútgáfu Útlendingastofnunar segir aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að passa upp á vegabréfin sín á ferðalögum. "Íslendingar þurfa að læra að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu. Það getur kostað mikla fyrirhöfn að fá neyðarvegabréf og algengast að ræðismannsskrifstofurnar gefi út pappíra sem eru svokallað "heimfararleyfi". Þá pappíra er ekki hægt að nota ef fólk er á leiðinni eitthvert annað en til Íslands," segir Elín og segir það misskilning að ekki þurfi vegabréf innan Schengen. "Fólk getur alltaf átt von á að vera spurt um skilríki og ekkert víst að önnur skilríki en vegabréfið séu tekin gild. Flugfélögin geta átt á hættu háar sektir ef þau taka skilríkjalausa farþega í vélar sínar og jafnvel þó að fólk hafi einhver skilríki er ekkert víst að það sé nóg." Elín segir nýju vegabréfin betri en þau gömlu að mörgu leyti, meðal annars í því tilfelli að vegabréf týnist. "Nýju vegabréfin eru tölvukeyrð þannig að við erum með allar upplýsingar hér inni í tölvu meðan við höfum engar upplýsingar um eldri týpuna, þar sem hvert embætti fyrir sig geymir þær upplýsingar. Nýju vegabréfin eru líka mun öruggari því ef þau glatast erum við látin vita og það skráð inn í vegabréfakerfið og tilkynnt til Schengen. En til að spara sér ómælda fyrirhöfn og ergelsi á ferðalaginu ráðlegg ég fólki að taka ljósrit af vegabréfinu sínu til að hafa meðferðis, og eins og fyrr segir, að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu." Ferðalög Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Þjófar hafa miklar mætur á vegabréfum, sem þeir geta auðveldlega komið í verð, og sá sem verður fyrir því að tapa vegabréfinu sínu breytist samstundis í vegalaust barn í útlöndum. Það fyrsta sem fólk á að gera er að leita að íslensku sendiráði en ef ekki er sendiráð í landinu þarf að fara á næstu lögreglustöð og gefa skýrslu sem síðan er farið með á þá ræðismannsskrifstofu sem næst manni er. Þar getur oft verið um langt ferðalag að ræða þó að ræðismenn Íslands séu víða. Elín Arnþórsdóttir hjá vegabréfaútgáfu Útlendingastofnunar segir aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að passa upp á vegabréfin sín á ferðalögum. "Íslendingar þurfa að læra að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu. Það getur kostað mikla fyrirhöfn að fá neyðarvegabréf og algengast að ræðismannsskrifstofurnar gefi út pappíra sem eru svokallað "heimfararleyfi". Þá pappíra er ekki hægt að nota ef fólk er á leiðinni eitthvert annað en til Íslands," segir Elín og segir það misskilning að ekki þurfi vegabréf innan Schengen. "Fólk getur alltaf átt von á að vera spurt um skilríki og ekkert víst að önnur skilríki en vegabréfið séu tekin gild. Flugfélögin geta átt á hættu háar sektir ef þau taka skilríkjalausa farþega í vélar sínar og jafnvel þó að fólk hafi einhver skilríki er ekkert víst að það sé nóg." Elín segir nýju vegabréfin betri en þau gömlu að mörgu leyti, meðal annars í því tilfelli að vegabréf týnist. "Nýju vegabréfin eru tölvukeyrð þannig að við erum með allar upplýsingar hér inni í tölvu meðan við höfum engar upplýsingar um eldri týpuna, þar sem hvert embætti fyrir sig geymir þær upplýsingar. Nýju vegabréfin eru líka mun öruggari því ef þau glatast erum við látin vita og það skráð inn í vegabréfakerfið og tilkynnt til Schengen. En til að spara sér ómælda fyrirhöfn og ergelsi á ferðalaginu ráðlegg ég fólki að taka ljósrit af vegabréfinu sínu til að hafa meðferðis, og eins og fyrr segir, að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu."
Ferðalög Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira