Erlent

Gyðingar flytjast til Ísraels

Tvö hundruð og fimmtíu bandarískir og kanadískir gyðingar lentu á flugvellinum í Tel Avív í morgun en hópurinn ætlar að setjast að í Ísrael. Sérstök stofnun í Ísrael vinnur að því að fá gyðinga víðs vegar um heiminn til að flytjast til Ísraels og fá þeir góða styrki til að koma sér upp heimili. Margir hafa verið sendir út í landnemabyggðirnar í Palestínu í frítt húsnæði. Ekki er langt síðan Ariel Sharon, forsætisráðhera Ísraels, hvatti franska gyðinga til að flytjast frá Frakklandi við dræmar undirtektir hjá stjórnvöldum þar í landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×