ÍBV bikarmeistari 11. september 2004 00:01 ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. Það var búist við hörkuleik enda hér á ferðinni tvö bestu kvennalið landsins. Sú varð og raunin en hins vegar var það ljóst strax frá upphafi að eitthvað var að hjá Valsliðinu - það var einhver doði yfir því sem það náði aldrei að hrista af sér. Eyjaliðið mætti hins vegar glorhungrað til leiks og var grimmdin uppmáluð - leikmenn þess unnu flest návígi og þá brá oft fyrir skemmtilegu samspili og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ÍBV átti til að mynda skot í slá og svo komst Margrét Lára Viðarsdóttir ein innfyrir en mjög góður markvörður Vals, Guðbjörg Gunnarsdóttir, varði vel. Í síðari hálfleik hélt ÍBV ógnartaki sínu á leiknum en gekk bölvanlega upp við markið. Á 72. mínútu átti liðið skot í stöng, annað skot fylgdi í kjölfarið en það var varið á línu. Héldu nú margir að Eyjastelpum væru allar bjargir bannaðar - þeim væri hreinlega fyrirmunað að skora. Svo var ekki því Bryndís Jóhannesdóttir skoraði mark 12 mínútum fyrir leikslok og var það virkilega sanngjarnt. Valsstelpur náðu ekki að ná neinni pressu að ráði eftir markið, færðu liðið allt of seint framar á völlinn og varnarmenn ÍBV áttu ekki í neinum vandræðum með að stöðva sóknarlotur Hlíðarendastelpna. Það var svo Mhairi Gilmoure sem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma, sigur sem Eyjastelpur áttu svo sannarlega skilið. Liðið var þrælþétt frá aftasta manni til þess fremsta og stelpurnar voru einfaldlega tilbúnar í þessa prófraun - stóðust hana með sóma. Liðsheildin var sterk og í raun var engin einn leikmaður sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Reyndar er ekki annað hægt en að minnast á frammistöðu Rachel J. Kruze, sem vann gríðarlega góða vinnu á miðsvæðinu og stoppaði trekk í trekk sóknarlotur Vals í fæðingu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum stoltur af sínum stelpum. "Við vorum mun betri aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við gjörsamlega óðum í færum. Valsstelpur skapa sér nánast ekki neitt í þessum leik og þessi sigur okkar því virkilega verðskuldaður. Stelpurnar spiluðu eins og fyrir þær var lagt og uppskeran var eftir því. Það er búin að vera ofsalega mikil umfjöllun um Valsliðið að undanförnu, og við vorum einfaldlega orðin hundleið á því og viljum fá smá athygli og fáum hana núna," sagði Heimir léttur í lund og bætti við: "Ég tel að það búi meira í þessu liði og næsta skref hjá okkur er að taka Íslandsmeistaratitilinn." Hjá Val var verulega fátt um fína drætti. Guðbjörg Gunnarsdóttir var algjör yfirburðarmanneskja og hélt í raun Val inni í leiknum lengi vel með frábærri markvörslu og þessi stelpa er að verða besti markvörðurinn sem við eigum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. Það var búist við hörkuleik enda hér á ferðinni tvö bestu kvennalið landsins. Sú varð og raunin en hins vegar var það ljóst strax frá upphafi að eitthvað var að hjá Valsliðinu - það var einhver doði yfir því sem það náði aldrei að hrista af sér. Eyjaliðið mætti hins vegar glorhungrað til leiks og var grimmdin uppmáluð - leikmenn þess unnu flest návígi og þá brá oft fyrir skemmtilegu samspili og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ÍBV átti til að mynda skot í slá og svo komst Margrét Lára Viðarsdóttir ein innfyrir en mjög góður markvörður Vals, Guðbjörg Gunnarsdóttir, varði vel. Í síðari hálfleik hélt ÍBV ógnartaki sínu á leiknum en gekk bölvanlega upp við markið. Á 72. mínútu átti liðið skot í stöng, annað skot fylgdi í kjölfarið en það var varið á línu. Héldu nú margir að Eyjastelpum væru allar bjargir bannaðar - þeim væri hreinlega fyrirmunað að skora. Svo var ekki því Bryndís Jóhannesdóttir skoraði mark 12 mínútum fyrir leikslok og var það virkilega sanngjarnt. Valsstelpur náðu ekki að ná neinni pressu að ráði eftir markið, færðu liðið allt of seint framar á völlinn og varnarmenn ÍBV áttu ekki í neinum vandræðum með að stöðva sóknarlotur Hlíðarendastelpna. Það var svo Mhairi Gilmoure sem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma, sigur sem Eyjastelpur áttu svo sannarlega skilið. Liðið var þrælþétt frá aftasta manni til þess fremsta og stelpurnar voru einfaldlega tilbúnar í þessa prófraun - stóðust hana með sóma. Liðsheildin var sterk og í raun var engin einn leikmaður sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Reyndar er ekki annað hægt en að minnast á frammistöðu Rachel J. Kruze, sem vann gríðarlega góða vinnu á miðsvæðinu og stoppaði trekk í trekk sóknarlotur Vals í fæðingu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum stoltur af sínum stelpum. "Við vorum mun betri aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við gjörsamlega óðum í færum. Valsstelpur skapa sér nánast ekki neitt í þessum leik og þessi sigur okkar því virkilega verðskuldaður. Stelpurnar spiluðu eins og fyrir þær var lagt og uppskeran var eftir því. Það er búin að vera ofsalega mikil umfjöllun um Valsliðið að undanförnu, og við vorum einfaldlega orðin hundleið á því og viljum fá smá athygli og fáum hana núna," sagði Heimir léttur í lund og bætti við: "Ég tel að það búi meira í þessu liði og næsta skref hjá okkur er að taka Íslandsmeistaratitilinn." Hjá Val var verulega fátt um fína drætti. Guðbjörg Gunnarsdóttir var algjör yfirburðarmanneskja og hélt í raun Val inni í leiknum lengi vel með frábærri markvörslu og þessi stelpa er að verða besti markvörðurinn sem við eigum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira