Erlent

Öldungur á sakabekk

107 ára Indverji bíður nú eftir að dómari kveði upp dóm um hvort hann þurfi að snúa aftur í fangelsi eða fái að ganga frjáls. Maðurinn var fundinn sekur um manndráp fyrir sautján árum þegar hann varð nágranna sínum að bana í landadeilum. Síðan þá hefur málið gengið milli dómsstiga án þess að endanleg niðurstaða hafi fengist, að því er BBC greindi frá. Nankau Prasad Mishra hefur lengst af sloppið við fangelsisvist á þessum tíma. Í vor var hann þó dæmdur til fangelsisvistar en var fluttur á sjúkrahús í október. Nú bíður hann svars við því hvort hann snúi aftur í fangelsi eða fái að dvelja hjá fjölskyldu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×