Innlent

Norðursnjáldri í Kelduhverfi

Norðursnjáldri fannst í landi bæjarins Fjalla í Kelduhverfi. Þetta er annar hvalurinn á aðeins einum mánuði sem rekur þar á land. Hlynur Ármannsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalinn líklega ungt kvendýr. Aðeins tvisvar áður hafi norðursnjáldra rekið upp í fjörur landsins. Í fyrsta skiptið við Breiðdalsvík árið 1992 og annað skiptið við Ólafsvík fyrir fimm árum. Hvalurinn nú sé 4,20 metrar. Urða á hvalinn og vernda beinagrindina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×