Innlent

Þyrla sótti meðvitundarlausa konu

Liðlega tvítug erlend kona var flutt meðvitundarlaus með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi eftir að hún hafði dottið á hálku á hlaðinu við sveitabæ, ofarlega í Hrunamannahreppi. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæsludeild er hún komin til meðvitundar og verður að óbreyttu flutt á almenna deild síðar í dag. Eftir að konan féll komst hún á fætur og inn í bæinn en féll þar í öngvit. Læknir sem kom á vettvang með sjúkrabíl frá Selfossi mat ástand hennar svo að flytja þyrfti hana með þyrlu sem þá þegar var í viðbragðsstöðu. Skilyrði voru erfið, éljagangur og myrkur, en með aðstoð nætursjónauka tókst flugmönnunum að lenda þyrlunni við annan bæ skammt frá og var konan flutt í sjúkrabílnum þangað. Hún er á batavegi sem fyrr segir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×