Innlent

Flugfélög sýna Íslandi áhuga

Erlend flugfélög hafa verið að skoða möguleikann á að hefja áætlunarflug til Íslands að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Leifsstöðvar. Aðeins tvö flugfélög eru með áætlunarflug til og frá landinu: Icelandair og Iceland Express. "Frá árinu 2002 hefur orðið liðlega 40 prósenta aukning í fjölda þeirra sem fara frá landinu sem er gríðarlega mikil aukning. Farþegum sem koma til landsins hefur líka fjölgað mikið. Áhuginn fyrir verðum til Íslands er alltaf að aukast og auðvitað er fylgst með þessari miklu aukningu. Ég veit að erlend flugfélög hafa verið að skoða þetta og meta hvort það sé fýsilegur kostur að hefja áætlunarflug til Keflavíkur." Aðspurður hvort hann geti nefnt hvaða flugfélög hafi verið að sýna áhuga segist Höskuldur ekki geta gert það. Það sé ekki tímabært því málin séu á algjöru frumstigi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×