Innlent

Rannsaka Öskju enn

Rannsókn vegna skemmda á nýlegu náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, Öskju, stendur enn yfir. Niðurstöðu rannsóknarinnar var að vænta í september. Ríkharður Kristjánsson, forstjóri verkfræðistofunnar Línuhönnunar, segir rannsóknina flóka. Erlendir sérfræðingar hafi verið fengnir til aðstoðar verkfræðistofunni til að meta tæringu á klæðningu hússins: "Framleiðendur klæðningarinnar sem og málningarkerfisins eru einnig að skoða málið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×