Slakari en áður 6. desember 2004 00:01 Árangur íslenskra nemenda hefur heldur versnað samanborið við erlenda jafnaldra þeirra, samkvæmt fyrstu niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar á vegum OECD. Aðeins í stærðfræði hefur Íslendingum fleygt fram. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar verða kynntar klukkan ellefu í kvöld, en þýska fréttatímaritið Stern greinir frá þeim engu að síður. Samkvæmt fréttum þeirra og annarra miðla eru Íslendingar í 11. sæti í stærðfræðikönnuninni, og er það besti árangur íslensku nemendanna í ár. Lestrargeta íslenskra nemenda kemur þeim í sautjánda sæti, fyrir neðan Pólland og Bandaríkin, svo að dæmi séu tekin. Í náttúrufræði eru íslenskir unglingar sæti neðar, eða í 18. sæti, en ögn betri í að leysa þrautir, í 16. sæti. Alls voru tóku 250 þúsund nemendur í fjörutíu löndum þátt í könnuninni og voru íslensku nemendurnir alls staðar fyrir ofan miðjan lista. Finnar bera af öðrum þjóðum, eru efstir í öllum flokkunum fjórum. Árangur hinna Norðurlandaþjóðanna er svipaður og hjá Íslendingum. Nemendur í Skandinavíu eru slakari en þeir íslensku í stærðfræði, betri í lestri en í öðrum álíka. Suður-kóreskir nemendur koma næst á eftir Finnunum, Japanar standa sig vel sem og Kanadamenn. Árangur Pólverja kemur einnig á óvart, því að þeir hafa tekið stórtækum framförum frá því að niðurstöður fyrstu PISA-könnunarinnar voru kynntar fyrir þremur árum síðan. Frá því árið 2000 hafa þeir tekið grunnskóla landsins til gagngerrar endurskoðunar, tekið upp skólaskyldu til átján ára aldurs og bætt inn í einu skólastigi, sambærilegu við gömlu, íslensku gagnfræðaskólana. Að auki hefur Spiegel eftir menntamálaráðherra landsins, að það sé ekki tilgangur framhaldsskólanna að troða staðreyndum inn í höfuð nemendanna, heldur búa þá sem best undir lífið og að skilja heiminn. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Árangur íslenskra nemenda hefur heldur versnað samanborið við erlenda jafnaldra þeirra, samkvæmt fyrstu niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar á vegum OECD. Aðeins í stærðfræði hefur Íslendingum fleygt fram. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar verða kynntar klukkan ellefu í kvöld, en þýska fréttatímaritið Stern greinir frá þeim engu að síður. Samkvæmt fréttum þeirra og annarra miðla eru Íslendingar í 11. sæti í stærðfræðikönnuninni, og er það besti árangur íslensku nemendanna í ár. Lestrargeta íslenskra nemenda kemur þeim í sautjánda sæti, fyrir neðan Pólland og Bandaríkin, svo að dæmi séu tekin. Í náttúrufræði eru íslenskir unglingar sæti neðar, eða í 18. sæti, en ögn betri í að leysa þrautir, í 16. sæti. Alls voru tóku 250 þúsund nemendur í fjörutíu löndum þátt í könnuninni og voru íslensku nemendurnir alls staðar fyrir ofan miðjan lista. Finnar bera af öðrum þjóðum, eru efstir í öllum flokkunum fjórum. Árangur hinna Norðurlandaþjóðanna er svipaður og hjá Íslendingum. Nemendur í Skandinavíu eru slakari en þeir íslensku í stærðfræði, betri í lestri en í öðrum álíka. Suður-kóreskir nemendur koma næst á eftir Finnunum, Japanar standa sig vel sem og Kanadamenn. Árangur Pólverja kemur einnig á óvart, því að þeir hafa tekið stórtækum framförum frá því að niðurstöður fyrstu PISA-könnunarinnar voru kynntar fyrir þremur árum síðan. Frá því árið 2000 hafa þeir tekið grunnskóla landsins til gagngerrar endurskoðunar, tekið upp skólaskyldu til átján ára aldurs og bætt inn í einu skólastigi, sambærilegu við gömlu, íslensku gagnfræðaskólana. Að auki hefur Spiegel eftir menntamálaráðherra landsins, að það sé ekki tilgangur framhaldsskólanna að troða staðreyndum inn í höfuð nemendanna, heldur búa þá sem best undir lífið og að skilja heiminn.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira