Erlent

Ætluðu að ráða Allawi af dögum

Þýska lögreglan handtók í morgun þrjá Íraka vegna gruns um að þeir hafi ætlað að ráða Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, af dögum. Írakarnir er búsettir í Þýskalandi en Allawi kom til landsins í dag í opinbera heimsókn. Lögreglan komst á snoðir um tilræðið með því að hlera síma mannanna en þeir eru taldir vera meðlimir írakskra hryðjuverkasamtaka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×