Innlent

Ráðherra opinberaði kunnáttuleysi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra opinberaði kunnáttuleysi sitt í umræðum um Írak á Alþingi í gær segir formaður Samfylkingarinnar. Hann segir ummæli utanríkisráðherra, um að hvergi væru stjórnvöld að íhuga að láta fjarlægja sig af lista hinna staðföstu og viljugu þjóða, heimskuleg. Umræður á Alþingi voru heitar í gær. Tilefnið voru ummæli Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknar, í Silfri Egils á sunnudag. Ummæli sem stjórnarþingmenn og stjórnarandstöðuþingmenn virðast sammála um að hafi verið klaufaskapur af hálfu Hjálmars. Hjálmar sjálfur ber sig vel en hefur fengið á sig ágjöf frá félögum sínum. Ummæli Davíðs Oddssonar í gær, um að hvergi væru stjórnvöld að íhuga að láta fjarlægja sig af lista hinna staðföstu og viljugu þjóða, fóru öfugt ofan í stjórnarandstöðu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segir ummælin heimskuleg að sínu mati og að ráðherrann hafi opinberað fullkomna vankunnáttu á málinu. Össur vísar til þess að stjórnvöld bæði á Spáni og Kosta Ríka hafi látið taka nöfn þjóðanna af lista hinna staðföstu og viljugu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×