Innlent

Gagnaöflun í gangi

Talið er næsta víst að Mjöll-Frigg muni leggja inn nýja starfsleyfisumsókn fyrir starfsemi sína við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi um leið og tilskilinna gagna hefur verið aflað, að því er heimildarmenn blaðsins, kunnugir fyrirtækinu, herma.  Þetta fæst þó ekki staðfest hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins sem segjast kjósa að svara ekki spurningum blaðsins um málið og segjast ekki ætla að reka sín mál í fjölmiðlum. Starfsleyfisumsókn fyrirtækisins var vísað frá á fundi heilbrigðisnefndar Kópavogs síðdegis á mánudag vegna þess að ekki bárust byggingarnefndarteikningar sem þarf að leggja fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×