Innlent

Óþolandi baggi fyrir veitingahús

Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að samtökin hafi lengi barist fyrir lækkun áfengisgjalds sem sé margfalt hærra en í helstu samkeppnislöndum, s.s. Evrópusambandslöndunum, og því óþolandi baggi fyrir veitingahús á Íslandi sem eru í alþjóðlegri samkeppni. Bent hefur verið á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að ferðaþjónustufyrirtækjum á Íslandi verði sköpuð sambærileg rekstrarskilyrði og gilda í samkeppnislöndum. Áfengisgjaldið sé sannarlega hluti af því dæmi. 7% hækkun áfengisgjalds á sterkt áfengi gengur þvert á þessa stefnu ríkisstjórnarinnar og því mótmæla Samtök ferðaþjónustunnar henni harðlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×