Innlent

FÍS mótmælir hækkun áfengisgjalds

FÍS, Félag íslenskra stórkaupmanna, mótmælir harðlega frumvarpi til laga sem Alþingi samþykkti með hraði í gærkvöld um að áfengisgjald á sterkt áfengi hækki um 7%. Í tilkynningu frá félaginu segir að lagasetning þessi sé í algerri andstöðu við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndum okkar undanfarið ár. Áfengisgjöld af sterku áfengi hafi t.d. lækkað í Danmörku um 45% í október 2003, Finnar lækkuðu áfengisgjöld af öllu áfengi um 33% að meðaltali 1. mars 2004, Svíar stefna að því að lækka skatta af sterku áfengi um 40% innan fárra mánaða og Norðmenn hafa lækkað áfengisgjöld um 20% síðan 2002. Íslendingar hækkuðu hins vegar áfengisgjöld á sterkt áfengi um 15% í skjóli nætur í desember 2002 og aftur í gærkvöld um 7%, að því er segir í tilkynningu FÍS.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×