Innlent

Rafmagnslaust í austurhlutanum

Klukkan 9.35 í morgun varð bilun í háspennustreng í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Rafmagnslaust er á afmörkuðu svæði í austurhluta borgarinnar og austan við hana, í Norðlingaholti, í hverfum við Rauðavatn, skíðasvæðin í Bláfjöllum, hesthúsahverfi við Elliðavatn og víðar. Að sögn Orkuveitunnar er ekki vitað á þessari stundu hversu lengi verður rafmagnslaust en viðgerð stendur yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×