Hætta á miltisbrandi á Íslandi 29. nóvember 2004 00:01 Óttast er að bráð smithætta geti skapast hér á landi vegna miltisbrands sem leynist víða í jörð. Embætti yfirdýralæknis brýnir fyrir þeim sem grafa skurði, taka grunna að húsum eða setja niður rotþrær að gæta ítrustu varúðar ef dýraleifar koma upp á yfirborðið. Miltisbrandur er best þekktur sem eitt hættulegasta sýklavopn sem hægt er að beita. Það er eiturefni sem búið er til út bakteríum sem geta lifað mjög lengi í jörð, jafnvel 200 ár eða lengur. Þær valda lífshættulegum og bráðum smitsjúkdómi sem getur sýkt öll dýr með heitt blóð. Þessi sjúkdómur var hér á landi fram til ársins 1965 og olli talsverðum búsifjum, einkum vestanlands og -sunnan þar sem nokkurt manntjón varð af hans völdum. Smithætta leynist því víða í jörðinni. Sigurður Sigurðarson dýralæknir segir að víða sé farið að hreyfa jörð, m.a. við byggingu sumarbústaða, og eru líkur á að fyrr eða síðar komi menn niður á grafir þar sem smithætta leynist,og þá er fjandinn laus að sögn Sigurðar. Hann segir því brýnt að fólk sýni varúð vegna þess að hætta skapast um leið og jörð er hreyfð þar sem miltisbrandshræ eru til staðar. Ef komið er niður á dýrabein verði að kalla til menn sem viti hvað eigi að gera. Sigurður skorar á sveitarstjórnir að hefja athugun á því hvort sögur eða nákvæmar upplýsingar eru til um miltisbrandstilfelli og -grafir og merkja slíka staði til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Hann getur borist í meltingarveg með menguðum mat eða fóðri og valdið bráðri bólgu. Sýklarnir geta einnig borist í sár og valdið vessandi drepbólum og miklum bólgum. Loks geta sýklar borist ofan í öndunarfærin og valdið bráðri og skæðri lungnabólgu og lungnabilun vegna blæðinga. Sem betur fer eru þó til lyf við þessu að sögn Sigurðar, t.d pensillín, og þá skiptir máli að átta sig fljótt á stöðu mála og hefja lyfjameðferð strax. Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Óttast er að bráð smithætta geti skapast hér á landi vegna miltisbrands sem leynist víða í jörð. Embætti yfirdýralæknis brýnir fyrir þeim sem grafa skurði, taka grunna að húsum eða setja niður rotþrær að gæta ítrustu varúðar ef dýraleifar koma upp á yfirborðið. Miltisbrandur er best þekktur sem eitt hættulegasta sýklavopn sem hægt er að beita. Það er eiturefni sem búið er til út bakteríum sem geta lifað mjög lengi í jörð, jafnvel 200 ár eða lengur. Þær valda lífshættulegum og bráðum smitsjúkdómi sem getur sýkt öll dýr með heitt blóð. Þessi sjúkdómur var hér á landi fram til ársins 1965 og olli talsverðum búsifjum, einkum vestanlands og -sunnan þar sem nokkurt manntjón varð af hans völdum. Smithætta leynist því víða í jörðinni. Sigurður Sigurðarson dýralæknir segir að víða sé farið að hreyfa jörð, m.a. við byggingu sumarbústaða, og eru líkur á að fyrr eða síðar komi menn niður á grafir þar sem smithætta leynist,og þá er fjandinn laus að sögn Sigurðar. Hann segir því brýnt að fólk sýni varúð vegna þess að hætta skapast um leið og jörð er hreyfð þar sem miltisbrandshræ eru til staðar. Ef komið er niður á dýrabein verði að kalla til menn sem viti hvað eigi að gera. Sigurður skorar á sveitarstjórnir að hefja athugun á því hvort sögur eða nákvæmar upplýsingar eru til um miltisbrandstilfelli og -grafir og merkja slíka staði til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Hann getur borist í meltingarveg með menguðum mat eða fóðri og valdið bráðri bólgu. Sýklarnir geta einnig borist í sár og valdið vessandi drepbólum og miklum bólgum. Loks geta sýklar borist ofan í öndunarfærin og valdið bráðri og skæðri lungnabólgu og lungnabilun vegna blæðinga. Sem betur fer eru þó til lyf við þessu að sögn Sigurðar, t.d pensillín, og þá skiptir máli að átta sig fljótt á stöðu mála og hefja lyfjameðferð strax.
Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira