Innlent

Harkan eykst dag frá degi

"Andrúmsloftið hefur stigmagnast dag frá degi og það er greinilegt að enginn ætlar að gefa tommu eftir," segir Dagbjartur Örn Pétursson kvikmyndagerðarmaður, sem ásamt félaga sínum, Guðmundi Tjörva Guðmundssyni hefur verið í Kænugarði undanfarnar þrjár vikur þar sem þeir vinna að heimildarmynd. Dagbjartur segir að þeir hafi ekki hingað til fundist þeir vera í hættu, enda hafi mótmæli farið friðsamlega fram. Hins vegar sé greinilegt að aukinn harka sé að færast í leikinn."Við sáum til dæmis slagsmál milli fylkinga í gær og það hafði ég ekki séð áður." Daglegt líf gengur nokkurn veginn sinn vanagang að sögn Dagbjarts þó margar stofnanir og verslanir sé lokað fyrr en venjulega, en sumar byggingar hafa verið yfirteknar af mótmælendum, til dæmis pósthús í miðborginni. Þá hýsa margar stofnanir fólk sem hefur streymt til Kænugarðs til að mótmæla. Dagbjartur Örn og Guðmundur Tjörvi hugsa sér ekki til hreyfings um sinn og vonast til að geta lokið við myndina sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×