Sport

Jón Arnór og félagar unnu naumlega

 Jón Arnór Stefánsson og félagar í Dynamo St. Petersburg, unnu Ural Great, 93-91, í rússnesku deildinni í körfuknattleik á laugardaginn. Jón Arnór átti góðan dag og skoraði 11 stig. Jón og félagar lentu undir snemma í leiknum en náðu með mikilli baráttu að knýja fram nauman sigur. Dynamo er í öðru sæti deildarinnar með sex sigra og eitt tap.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×