Sport

Golf: England heimsbikarmeistarar

Englendingarnir Paul Casey og Luke Donald sigruðu í dag á heimsbikarmótinu í golfi sem fram fór í Seville á spáni. Félagarnir, sem fengu níu fugla í dag, spiluðu í dag á átta undir pari, eða á 64 höggum og samtals á 31 höggi undir pari.  Casey, sem er 27 ára, spilaði sérstaklega vel og setti niður nokkur löng pútt. Spánverjarnir Sergio Garcia og Miguel Angel Jimenez, sem fyrirfram voru taldir sigurstranglegastir, urðu á gera sér annað sætið að góðu, en þeir voru einu höggi á eftir Casey og Donald. Í þriðja sæti voru svo Padraig Harrington og Paul McGinley frá Írlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×