Sennilega gömul sál 18. nóvember 2004 00:01 Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. "Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskaplega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?" segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu. Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Jólaísinn hennar Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. "Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskaplega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?" segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu.
Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Jólaísinn hennar Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira