Sennilega gömul sál 18. nóvember 2004 00:01 Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. "Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskaplega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?" segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. "Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskaplega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?" segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira