Þúsundir fylgdu Arafat til grafar 12. nóvember 2004 00:01 Meira en tíu þúsund Palestínumenn voru viðstaddir greftrun Jasser Arafat við höfuðstöðvar hans í Ramallah í gær þrátt fyrir að engir aðrir en fjölskyldumeðlimir og framámenn ættu að fá aðgang að henni. Hundruð lögreglumanna og öryggisvarða máttu sín lítils gegn þeim þúsundum Palestínumanna sem vildu kveðja Arafat í hinsta sinn og brutu sér leið inn á greftrunarstaðinn. Mörg þúsund Palestínumenn höfðu komið sér fyrir við höfuðstöðvarnar þegar þyrlur sem báru lík Arafats og palestínska ráðamenn komu frá Kaíró. Þar hafði minningarathöfn um Arafat farið fram að viðstöddum fulltrúum 60 ríkja sem voru saman komnir til að kveðja manninn sem var um áratugaskeið táknmynd sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna. Lögreglumenn og öryggisverðir reyndu að halda aftur af mannfjöldanum með því að skjóta í loftið en það dugði skammt til að halda aftur af fólki. Þegar tókst að lenda þyrlunum tók ekki betra við því fólk streymdi að þeim og tuttugu mínútur liðu áður en hægt var að opna dyr þeirra, hleypa fólki út og bera kistuna með líki Arafats á reitinn þar sem hann var greftraður. Á nokkrum stöðum í Mið-Austurlöndum efndu Palestínumenn til minningarathafna þar sem eftirlíking af kistu Arafats var borin um götur. Mörg þúsund manns tóku þátt í slíkri athöfn í Gaza sem fór fram á sama tíma og útförin í Ramallah. Suha Arafat, ekkja Jassers Arafat, tók þátt í athöfninni í Kaíró en fór ekki til Ramallah þar sem útförin fór fram. Hún hefur löngum verið umdeild og lenti í hörðum deilum við palestínska ráðamenn síðustu dagana sem Arafat lifði, sakaði þá um að reyna að ná til sín völdum og hindraði aðgang þeirra að Arafat á sjúkrabeði. Erlent Fréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Meira en tíu þúsund Palestínumenn voru viðstaddir greftrun Jasser Arafat við höfuðstöðvar hans í Ramallah í gær þrátt fyrir að engir aðrir en fjölskyldumeðlimir og framámenn ættu að fá aðgang að henni. Hundruð lögreglumanna og öryggisvarða máttu sín lítils gegn þeim þúsundum Palestínumanna sem vildu kveðja Arafat í hinsta sinn og brutu sér leið inn á greftrunarstaðinn. Mörg þúsund Palestínumenn höfðu komið sér fyrir við höfuðstöðvarnar þegar þyrlur sem báru lík Arafats og palestínska ráðamenn komu frá Kaíró. Þar hafði minningarathöfn um Arafat farið fram að viðstöddum fulltrúum 60 ríkja sem voru saman komnir til að kveðja manninn sem var um áratugaskeið táknmynd sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna. Lögreglumenn og öryggisverðir reyndu að halda aftur af mannfjöldanum með því að skjóta í loftið en það dugði skammt til að halda aftur af fólki. Þegar tókst að lenda þyrlunum tók ekki betra við því fólk streymdi að þeim og tuttugu mínútur liðu áður en hægt var að opna dyr þeirra, hleypa fólki út og bera kistuna með líki Arafats á reitinn þar sem hann var greftraður. Á nokkrum stöðum í Mið-Austurlöndum efndu Palestínumenn til minningarathafna þar sem eftirlíking af kistu Arafats var borin um götur. Mörg þúsund manns tóku þátt í slíkri athöfn í Gaza sem fór fram á sama tíma og útförin í Ramallah. Suha Arafat, ekkja Jassers Arafat, tók þátt í athöfninni í Kaíró en fór ekki til Ramallah þar sem útförin fór fram. Hún hefur löngum verið umdeild og lenti í hörðum deilum við palestínska ráðamenn síðustu dagana sem Arafat lifði, sakaði þá um að reyna að ná til sín völdum og hindraði aðgang þeirra að Arafat á sjúkrabeði.
Erlent Fréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira