Erlent

Lax og sjóbirtingur saman í sæng

Fundist hafa seiði í norsku laxveiðiánni Drivu í Swunndal, sem eru blendingar af laxi og sjóbirtingi. Samkvæmt upplýsingum norsku náttúrurannsóknastofunnar er talið sennilegt að bæði villtur lax og eldislax hafi tekið þátt í hrygningunni með sjóbirtingnum. Á vefsíðunni Skip.is er talið að lax og sjóbiritngur geti eignast afkvæmi saman þar sem þéttleiki fiska er mikill á hrygningasvæðum ánna. Er meðal annars talið að slíkt hafi gerst í Tungulæk við Kirkjubæjarklaustur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×