Erlent

Flestir Bretar vilja reykingabann

Nær fjórir af hverjum fimm Bretum vilja banna reykingar á veitingastöðum og kaffihúsum samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska dagblaðsins Daily Mirror og nær þrír af hverjum fimm vilja banna reykingar í öllum opinberum byggingum. 77 prósent allra eru fylgjandi því að banna reykingar á veitingastöðum en 20 prósent eru því andvíg. Fylgi við banni er mest meðal fólks yfir 55 ára aldri, 82,5 prósent. 58 prósent vilja banna reykingar á opinberum stöðum en 36 prósent eru því andvíg. 49 prósent vilja banna reykingar á krám, 44 prósent vilja það ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×