Erlent

Þrengt að smáflokkum

Erfiðara verður að skrá stjórnmálaflokka í Rússlandi samþykki þingið ný lög um skráningu þeirra. Samkvæmt þeim verða skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna til að flokkar fái skráningu hækkuð úr tíu þúsund í 50 þúsund félagsmenn. Að auki þurfa flokkar að hafa minnst 500 félaga í lágmarki 50 ríkja til að fá að starfa en nú er gerð krafa um hundrað félaga. Flutningsmenn segja tilganginn að hvetja smærri flokka til sameiningar en stjórnarandstæðingar óttast margir hverjir að tilgangurinn sé í raun að gera stjórnarandstæðingum erfiðara fyrir að starfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×