Erlent

Vilja snúa flóttamönnum heim

Danska stjórnin samdi við Þjóðarflokkinn um stuðning við stjórnina gegn því að rúmlega 2.000 hælisleitendur yrðu hvattir til að snúa aftur heim. Í þessum hópi eru 500 til 600 Írakar sem en stutt er síðan Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hvatti þjóðir heims til að þrýsta ekki á flóttamenn þaðan að snúa aftur því ástandið væri of ótryggt. Þjóðarflokkurinn krafðist þess að flóttamönnum sem hafnað hefur verið um hæli yrði snúið heim og samþykkti stjórnin að bjóða flóttamönnum allt að 180 þúsund íslenskar krónur gegn því að þeir sneru aftur heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×