Erlent

Segja Shell vera óvin fólksins

Olíurisinn Royal Dutch/Shell er óvinur nígerískrar alþýðu sögðu forystumenn verkalýðsfélaga þegar þeir boðuðu allsherjarverkfall um miðjan mánuðinn. Þeir sögðu að markmiðið nú væri að stöðva olíuútflutning. Verkfallið verður annað allsherjarverkfallið í Nígeríu á skömmum tíma sem boðað er til með það að markmiði að fá stjórnvöld til að afturkalla 23 prósenta eldsneytishækkun á innanlandsmarkaði. Forystumenn verkalýðsfélaga sögðu Shell ætla að reyna að fá lögbann á verkfallið. "Við komum fram við Shell sem óvin. Við getum tekist á við þá," sagði Adams Oshiomhole, forseti nígeríska alþýðusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×