Erlent

Arafat segist vel stemmdur

Jasser Arafat segist vera í góðu standi eftir ferðina til Parísar, að sögn fjármálaráðherra Palestínu, sem fékk símtal frá Arafat fyrr í dag. Fyrstu rannsóknir á Arafat benda til þess að veikindin sem hrjái hann séu ekki lífshættuleg og þau megi lækna, þó að ekki liggi enn fyrir hvað það er nákvæmlega sem hrjáir leiðtogann aldna. Á tímabili var óttast að Arafat væri við dauðans dyr, enda hafði hann ekki komið neinu niður í heilar þrjár vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×