Erlent

Japanar láta ekki hræða sig

Japanar ætla ekki að draga her sinn burt frá Írak þó að japanskur ferðamaður hafi verið afhöfðaður í Írak í gær. Koizumi, forsætisráðherra, Japan segir að ekki þýði að láta óttann við ómannlegar grimmdaraðgerðir hryðjuverkamanna yfirvinna baráttuna gegn hryðjuverkum. Hann segir að ekki komi til greina að fara með þá 550 hermenn Japana sem eru í Írak á brott, jafnvel þó að meirihluti Japana vilji það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×