Erlent

Kerry einu prósenti yfir

John Kerry mælist nú með eins prósentustigs forskot á George Bush í forsetaslagnum í Bandaríkjunum, samkvæmt nýrri fylgiskönnun Reuters og Zogby sem birtist í morgun. Þegar allar kannanir eru teknar saman hefur Bush hins vegar enn forskot í kjörmannaráðinu með 263 kjörmenn á móti 248 kjörmönnum Kerrys. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að þrátt fyrir nýtt myndband Osama bin Ladens, þurfi fólk ekki að óttast að hryðjuverkahópar láti til skarar skríða á kosningadaginn. Bandaríkjamenn eru því hvattir til að mæta á kjörstaði enda er svo mjótt á mununum að kosningaþátttakan er talin skipta sköpum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×