Erlent

Spánverjar vilja Gíbraltar

Utanríkisráðherrar Spánar og Bretlands munu ræða framtíð Gíbraltar á fundi sínum í Madríd í fyrsta skiptið síðan árið 2002. Löndin hafa deilt um yfirráð yfir Gíbraltar í 300 ár. Gíbraltar heyrir nú undir stjórn Breta. Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, segir spænsku ríkisstjórnina þrýsta á að fá yfirráð yfir Gíbraltar en ólíklegt er að Bretar fallist á það. Árið 2002 var rætt um að Bretland og Spánn færu með sameiginlega stjórn yfir Gíbraltar. Meirihluti íbúanna greiddi hins vegar atkvæði gegn því í þjóðaratkvæðagreiðslu og í kjölfarið dró Bretland sig út úr viðræðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×