Erlent

Taka minna tóbak með frá útlöndum

Danir flytja mun minna tóbak og áfengi með sér þegar þeir koma heim frá útlöndum en þeir gerðu áður. Breytingin fylgir í kjölfar þess að dönsk stjórnvöld lækkuðu skatta á áfengi og tóbak til að sporna við ferðum Dana til Þýskalands til að birgja sig upp af þessum vörum. Samkvæmt nýbirtu yfirliti danskra skattayfirvalda kaupa Danir nú fimm prósentum minna af tóbaki og áfengi erlendis en áður. Svíar og Norðmenn kaupa hins vegar meira og hefur útflutningur Dana af þeim sökum aukist um eitt prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×