Erlent

Karzai í sérflokki

Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistans, hefur fengið 63 prósent atkvæða þegar tæp 40 prósent greiddra atkvæða hafa verið talin í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í landinu. Forskot hans á þann frambjóðanda sem næstur kemur nemur nær helmingi greiddra atkvæða, 46 prósentustigum. Karzai nýtur mest fylgis meðal Pastúna í suður- og austurhluta landsins en sjálfur er hann Pastúni. Fylgi hans er mun minna í norður- og miðhluta Pakistans þar sem Tadsjikar, Hazarar og Úsbekar eru fjölmennastir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×