Erlent

Börðu dóttur sína og systur

Írakskir feðgar voru handsamaðir í Ósló í gær þar sem þeir höfðu beitt tólf ára gamla stúlku ofbeldi. Feðgarnir, sem eru 36 og 20 ára gamlir og eru faðir og bróðir stúlkunnar, sættu sig ekki við að hún ætti orð við norska jafnaldra sína af gagnstæðu kyni. Þeir hugðust taka hana með sér til Íraks þar sem þeir höfðu fundið mannsefni fyrir hana. Móðir stúlkunnar og systir hennar hafa báðar tjáð lögreglunni að feðgarnir hafi gengið í skrokk stúlkunnar. Feðgarnir skildu hins vegar ekkert hvað lögreglan var að skipta sér af fjölskyldumálum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem múslímar í Noregi eru teknir fyrir að beita börnin sín ofbeldi fyrir að eiga samskipti við kristna vini af gagnstæðu kyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×