Erlent

Breytti nafninu í Keikóborgara

Ungur Norðmaður hefur látið breyta nafni sínu í Keikoburger, eða Keikóborgara upp á íslensku. Hann segir þetta frábært því nú geti hann fengið útgefið vegabréf og ökuskírteini með einstæðu nafni. Espen Keikoburger Scheide segist hafa fengið hugmyndina þegar hann var inni á vef skattayfirvalda. "Þá sá ég eyðublað fyrir nafnabreytingu. Ég trúði ekki að ég fengi nafnið samþykkt," sagði hann í samtali við norska blaðið Verdens Gang. Keikóborgaranafnið hefur hann notað sem kenninafn á netinu og í framhaldi af þessu í almennum samskiptum við fólk.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×