Erlent

Jeb ekki á leið í forsetaframboð

Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída, lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali að hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og bróður, sem báðir hafa náð kjöri sem forseti Bandaríkjanna, í það minnsta ekki eftir fjögur ár. "Ég gef ekki kost á mér í embætti forseta 2008," sagði ríkisstjórinn í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina og bætti við: "Áhugi minn liggur ekki þar. Ég er ríkisstjóri Flórída. Þetta er besta starf í heimi sem ég hef með höndum." Bróðir hans George W. Bush berst nú fyrir endurkjöri og faðir hans George Bush var forseti 1989 til 1993.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×