Erlent

Kóreumenn verða áfram í ár

Suður Kóreskar hersveitir verða áfram í Írak í að minnsta kosti ár. 2800 Suður Kóreskir hermenn hafa verið sendir til Írak í mánuðinum og 800 í viðbót koma í nóvember. Þeir munu aðallega vinna við hjálparstörf og endurreisn. Ríkisstjórn Suður Kóreu hafði áður ákveðið að kalla allar hersveitir sínar heim fyrir árslok, en þar í landi er vaxandi óánægja með þátttöku landsins í hernaði í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×