Erlent

Höfuðpaurinn sprengdi sig

Höfuðpaur hryðjuverkanna í Madrid þann 11. mars er einn mannanna 7 sem sprengdu sig í loft upp þegar lögregla gerði rassíu í höfuðstöðvum þeirra fyrir skömmu. Morðdeild lögreglunnar í Madrid segist hafa borið kennsl á lík mannsins, sem varð lögreglumanni að bana og særði 15, þegar hann sprengdi sig upp ásamt 6 félögum sínum. Maðurinn var handtekinn árið 1997, fyrir aðild sína að alsírskum hryðjuverkasamtökum, en var sleppt árið 2002, vegna formgalla í málsókninni á hendur honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×