Erlent

40 dagar liðnir

Í dag lauk formlegu fjörtíu daga sorgartímabili vegna fórnarlamba hryðjuverkanna í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi. Óttast er að átök kunni að blossa upp í bænum í kjölfarið. 340 létust í hryðjuverkunum, þar af helmingurinn börn. Í dagv var þögn í Beslan til þess að minnast atburðanna, kerti mátti víða sjá og blóm voru lögð í skólastofur. Þá voru sett upp tjöld og messur voru sungnar til að minnast voðaverkanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×