Erlent

Ræða geymslubúðir innflytjenda

Dóms- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða hugmyndir um að koma upp búðum þar sem ólöglegir innflytjendur verða vistaðir meðan fjallað er um mál þeirra. Þýski innanríkisráðherrann, Otto Schily, vill setja slíkar búðir upp í norðanverðri Afríku. Rúmlega 400 ólöglegir innflytjendur komu á land á Lampedusa, lítilli ítalskri eyju nærri Sikiley. Innflytjendurnir voru komnir víða að, sumir frá Marokkó, aðrir frá Írak, Bangladesh og Palestínu. Nokkur þúsund ólöglegir innflytjendur freista þess ár hvert að komast til Evrópu í gegnum Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×