Erlent

Umbætur í Noregi í kjölfar árásar

Norska loftferðaeftirlitið hefur ákveðið að strax í dag skuli umbætur hafnar á þeim tuttugu og níu innanlandsflugvöllum af fjörutíu og sex þar sem ekkert öryggiseftirlit hefur verið til þessa. Þetta er gert í kjölfar þess að óður maður, sem réðst á flugmenn flugvélar í innanlandsflugi í gærmorgun og hafði rétt grandað flugvélinni, hafði gengið um borð í vélina í Narvík með stóra öxi innanklæða sem hann beitti svo á flugmenninina. Þá verður framvegis skylt að hafa læstar dyr fram í flugstjórnarklefa véla þótt þær beri færri en nítján farþega en það hefur ekki verið skylda hingað til, fremur en á Íslandi. Myndin er af flugvélinni sem maðurinn gekk berserksgang í í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×