Innlent

Deilt um samninga

Stjórn Sjómannasambands Íslands mótmælir í ályktun harðlega þeim vinnubrögðum sem forstjóri og eigandi útgerðarfyrirtækisins Brims hf. viðhefur gagnvart áhöfnum einstakra skipa sem fyrirtækið gerir út. Forsvarsmenn Brims hafa sagt brýnt að fyrirtækið fengi eitthvað fyrir þá miklu fjárfestingu sem væri í þessu stóra skipi. Um eitt helsta baráttumál sjómanna og útvegsmanna ræðir þar sem útvegsmenn vilja fækka mönnum um borð í svo tæknivæddum skipum og skipta hlut þeirra sem hverfa á braut; þremur fjórðu til útgerða og einum fjórða til sjómanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×