Lét æskudrauminn rætast 3. september 2004 00:01 Ólafur Gunnarsson rithöfundur á rennilegan gæðing, Cadillac árgerð 1964. Þrjú ár eru síðan hann eignaðist gripinn en hvað kom til? "Ég er af þeirri kynslóð sem alin er upp við tryllitæki af ýmsum toga. Þegar maður var að labba rúntinn í gamla daga sá maður þessa kagga silast hring eftir hring og það gljáði á þá í skini götuljósanna. Alla tíð síðan langaði mig að eignast amerískan stóran bíl. Í kringum 1973 kom olíukreppan og þá breyttist amerísk bílaframleiðsla. Bílarnir minnkuðu og það var bara Cadillac sem hélt áfram til 1976 að framleiða kagga. Ég var fjölskyldumaður með nýjar áherslur í lífinu en bíladellan yfirgaf mig samt aldrei fullkomlega og alltaf leit maður um öxl þegar þessir gæðingar fóru hjá. Svo ríður það yfir mig fyrir nokkrum árum eins og gerist oft með menn á miðjum aldri að þeir vilja láta drauma æsku sinnar rætast. Ég fór að kíkja í blöð eins og Hemmings motor news og þegar netið kom stækkaði sénsinn til muna. En ég þurfti ekki að leita langt. Árið 2001 sá ég bíl auglýstan í blaði af þeirri lögun og gerð sem mig langaði í. Hann var á Aðalbílasölunni en hafði verið fluttur inn til Seyðisfjarðar þremur árum áður. Þetta er mikill dýrindis gripur og þegar ég fékk hann var hann ekki ekinn nema 17.000 mílur sem er rétt yfir 30.000 kílómetrar. Upphaflegi eigandinn sem var í Pennsylvaníu hafði átt tíu Cadillac bíla, þessi hafði greinilega staðið áratugum saman. Þegar ég fór að fara yfir hann og athuga vatnsdæluna var þar íkornahreiður baka til og meira að segja hnetur. Ég hef keyrt hann á sumrin, svona 2.000-3.000 kílómetra á ári. Skrepp upp í Borgarnes, austur fyrir fjall, út á Suðurnes og víðar. Hann er 2 og 1/2 tonn að þyngd, svona álíka og þrír Súbarúar, með 340 hestafla vél og 5,60 m á lengd. Það er voða gaman að vera á löngum akstri. Maður bara líður um," segir rithöfundurinn að lokum. Bílar Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ólafur Gunnarsson rithöfundur á rennilegan gæðing, Cadillac árgerð 1964. Þrjú ár eru síðan hann eignaðist gripinn en hvað kom til? "Ég er af þeirri kynslóð sem alin er upp við tryllitæki af ýmsum toga. Þegar maður var að labba rúntinn í gamla daga sá maður þessa kagga silast hring eftir hring og það gljáði á þá í skini götuljósanna. Alla tíð síðan langaði mig að eignast amerískan stóran bíl. Í kringum 1973 kom olíukreppan og þá breyttist amerísk bílaframleiðsla. Bílarnir minnkuðu og það var bara Cadillac sem hélt áfram til 1976 að framleiða kagga. Ég var fjölskyldumaður með nýjar áherslur í lífinu en bíladellan yfirgaf mig samt aldrei fullkomlega og alltaf leit maður um öxl þegar þessir gæðingar fóru hjá. Svo ríður það yfir mig fyrir nokkrum árum eins og gerist oft með menn á miðjum aldri að þeir vilja láta drauma æsku sinnar rætast. Ég fór að kíkja í blöð eins og Hemmings motor news og þegar netið kom stækkaði sénsinn til muna. En ég þurfti ekki að leita langt. Árið 2001 sá ég bíl auglýstan í blaði af þeirri lögun og gerð sem mig langaði í. Hann var á Aðalbílasölunni en hafði verið fluttur inn til Seyðisfjarðar þremur árum áður. Þetta er mikill dýrindis gripur og þegar ég fékk hann var hann ekki ekinn nema 17.000 mílur sem er rétt yfir 30.000 kílómetrar. Upphaflegi eigandinn sem var í Pennsylvaníu hafði átt tíu Cadillac bíla, þessi hafði greinilega staðið áratugum saman. Þegar ég fór að fara yfir hann og athuga vatnsdæluna var þar íkornahreiður baka til og meira að segja hnetur. Ég hef keyrt hann á sumrin, svona 2.000-3.000 kílómetra á ári. Skrepp upp í Borgarnes, austur fyrir fjall, út á Suðurnes og víðar. Hann er 2 og 1/2 tonn að þyngd, svona álíka og þrír Súbarúar, með 340 hestafla vél og 5,60 m á lengd. Það er voða gaman að vera á löngum akstri. Maður bara líður um," segir rithöfundurinn að lokum.
Bílar Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira