Sjávarréttir við smábátahöfnina 18. ágúst 2004 00:01 <>Kaffi Duus í Keflavík er einn þeirra snotru veitingastaða á landinu sem njóta þess að vera við sjávarsíðuna, sem verður að teljast mjög vel við hæfi í útgerðarbæ. Smábátahöfnin blasir við með því athafnalífi sem þar er og Bergið myndar bakgrunninn. Vinsældirnar leyna sér heldur ekki, að minnsta kosti var þétt setið þar daginn sem Fréttablaðsfólk var á ferð. Ferðamenn kunna greinilega vel við sig á þessum stað. Sjávarréttir setja svip á annars fjölbreyttan matseðilinn; skötuselur, humar, steinbítur og margar fleiri gómsætar tegundir. Súpa í brauðhleifi er eitt af því sem hægt er að ganga að vísu og kjúklingasalatið nýtur sérlegra vinsælda, að sögn starfsfólks. Kaffi Duus stendur á söguríku svæði þar sem allt er kennt við kaupmanninn Duus. Nú hefur pakkhúsum hans verið breytt í sýningarsali og söfn en veitingastaðurinn er nýrri af nálinni og var opnaður fyrir sex árum. Hann hefur verið stækkaður einu sinni og auk þess byggð stór verönd sem snýr út að bryggjunni. Útsýnið er í algerum sérflokki, bæði að degi til og ekki síður að kvöldi þar sem Keflvíkingar hafa verið svo framtakssamir að lýsa upp Bergið með ljóskösturum. Ferðalög Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
<>Kaffi Duus í Keflavík er einn þeirra snotru veitingastaða á landinu sem njóta þess að vera við sjávarsíðuna, sem verður að teljast mjög vel við hæfi í útgerðarbæ. Smábátahöfnin blasir við með því athafnalífi sem þar er og Bergið myndar bakgrunninn. Vinsældirnar leyna sér heldur ekki, að minnsta kosti var þétt setið þar daginn sem Fréttablaðsfólk var á ferð. Ferðamenn kunna greinilega vel við sig á þessum stað. Sjávarréttir setja svip á annars fjölbreyttan matseðilinn; skötuselur, humar, steinbítur og margar fleiri gómsætar tegundir. Súpa í brauðhleifi er eitt af því sem hægt er að ganga að vísu og kjúklingasalatið nýtur sérlegra vinsælda, að sögn starfsfólks. Kaffi Duus stendur á söguríku svæði þar sem allt er kennt við kaupmanninn Duus. Nú hefur pakkhúsum hans verið breytt í sýningarsali og söfn en veitingastaðurinn er nýrri af nálinni og var opnaður fyrir sex árum. Hann hefur verið stækkaður einu sinni og auk þess byggð stór verönd sem snýr út að bryggjunni. Útsýnið er í algerum sérflokki, bæði að degi til og ekki síður að kvöldi þar sem Keflvíkingar hafa verið svo framtakssamir að lýsa upp Bergið með ljóskösturum.
Ferðalög Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira