Örn á öðrum forsendum 18. ágúst 2004 00:01 Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi. Eftir að hafa náð fjórða sæti í Sydney var stefnan sett á verðlaun hér í Aþenu. Eftir að hafa æft eins og brjálæðingur í þrjú og hálft ár lenti Örn í leiðinlegum meiðslum sem gerðu það að verkum að draumur hans um verðlaun á ÓL fuku út um gluggann. Fyrir vikið keppir hann ekki í baksundi sem er hans sterkasta grein. Þess í stað mun hann taka þátt í 50 metra skriðsundi. Örn gaf sér tíma eftir æfingu um daginn til þess að spjalla við blaðamann um leikana og vonbrigðin við að geta ekki keppt af fullum krafti. "Þetta er allt talsvert betra en ég átti von á. Maður bjóst við öllu hálfkláruðu eins og mátti búast við miðað við umfjöllunina um mótið. En þeir hafa náð að spasla í holurnar í lokin," sagði Örn. Hann er ekki sammála félaga sínum, Jakobi Jóhanni, um að aðstæðurnar í Aþenu séu betri en í Syndney. "Húsnæðislega er Aþena betri enda eru rúmin skárri en þau voru þar. Hvað varðar sundlaugina þá fannst mér laugin í Sydney betri. Ég held að það hafi verið einhver besta laug sem hafi verið gerð. Þrátt fyrir það er allt til fyrirmyndar hérna." Eins og áður segir þá er Örn ekki kominn á sömu forsendum og hann hafi helst kosið sjálfur. Hvernig er það fyrir hann að vera loksins kominn en geta ekki keppt um verðlaunin sem hann hafði dreymt um svo lengi? "Þetta er náttúrulega helvíti súrt en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það varð að finna leið til þess að gera gott úr þessu eins og staðan var orðin og þetta var besta leiðin til þess. Það hefði verið enn verra fyrir hausinn á mér ef ég hefði ekki mætt. Ef ég hefði verið heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá hefði það bara verið of mikið," sagði Örn sem þrátt fyrir jákvætt viðhorf leið greinilega ekki nógu vel. Hann bítur þrátt fyrir það á jaxlinn og reynir að láta gott af sér leiða og hjálpa til eins og hann getur. "Það er líka gott að vera hérna til staðar fyrir hina í hópnum. Ég vil hjálpa til. Þar að auki er ég búinn að vera hluti af þessum hóp lengi og búinn að taka þátt í öllum undirbúningi og síðan kemur síðasta hálfa árið bara í meiðsli sem er mjög svekkjandi. Maður er búinn að leggja mikið á sig frá síðustu leikum. Ég hef eiginlega æft í átta ár með þennan tímapunkt í huga. Eins og ég segi samt þýðir ekkert að væla heldur bara að koma aftur sterkur inn," sagði Örn jákvæður en hann er langt frá því að vera hættur. "Ég tek mér smá frí eftir leikana en svo byrjar lífið bara aftur. Ég fer til Danmerkur í september og verð að æfa þar. Ég er fjarri því að vera hættur. Ég verð nú bara 23 ára síðar í mánuðinum og ég hætti ekki meðan ég hef enn gaman af þessu," sagði Örn Arnarson sem mun væntanlega aðeins keppa í svona 23 sekúndur á leikunum í Aþenu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi. Eftir að hafa náð fjórða sæti í Sydney var stefnan sett á verðlaun hér í Aþenu. Eftir að hafa æft eins og brjálæðingur í þrjú og hálft ár lenti Örn í leiðinlegum meiðslum sem gerðu það að verkum að draumur hans um verðlaun á ÓL fuku út um gluggann. Fyrir vikið keppir hann ekki í baksundi sem er hans sterkasta grein. Þess í stað mun hann taka þátt í 50 metra skriðsundi. Örn gaf sér tíma eftir æfingu um daginn til þess að spjalla við blaðamann um leikana og vonbrigðin við að geta ekki keppt af fullum krafti. "Þetta er allt talsvert betra en ég átti von á. Maður bjóst við öllu hálfkláruðu eins og mátti búast við miðað við umfjöllunina um mótið. En þeir hafa náð að spasla í holurnar í lokin," sagði Örn. Hann er ekki sammála félaga sínum, Jakobi Jóhanni, um að aðstæðurnar í Aþenu séu betri en í Syndney. "Húsnæðislega er Aþena betri enda eru rúmin skárri en þau voru þar. Hvað varðar sundlaugina þá fannst mér laugin í Sydney betri. Ég held að það hafi verið einhver besta laug sem hafi verið gerð. Þrátt fyrir það er allt til fyrirmyndar hérna." Eins og áður segir þá er Örn ekki kominn á sömu forsendum og hann hafi helst kosið sjálfur. Hvernig er það fyrir hann að vera loksins kominn en geta ekki keppt um verðlaunin sem hann hafði dreymt um svo lengi? "Þetta er náttúrulega helvíti súrt en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það varð að finna leið til þess að gera gott úr þessu eins og staðan var orðin og þetta var besta leiðin til þess. Það hefði verið enn verra fyrir hausinn á mér ef ég hefði ekki mætt. Ef ég hefði verið heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá hefði það bara verið of mikið," sagði Örn sem þrátt fyrir jákvætt viðhorf leið greinilega ekki nógu vel. Hann bítur þrátt fyrir það á jaxlinn og reynir að láta gott af sér leiða og hjálpa til eins og hann getur. "Það er líka gott að vera hérna til staðar fyrir hina í hópnum. Ég vil hjálpa til. Þar að auki er ég búinn að vera hluti af þessum hóp lengi og búinn að taka þátt í öllum undirbúningi og síðan kemur síðasta hálfa árið bara í meiðsli sem er mjög svekkjandi. Maður er búinn að leggja mikið á sig frá síðustu leikum. Ég hef eiginlega æft í átta ár með þennan tímapunkt í huga. Eins og ég segi samt þýðir ekkert að væla heldur bara að koma aftur sterkur inn," sagði Örn jákvæður en hann er langt frá því að vera hættur. "Ég tek mér smá frí eftir leikana en svo byrjar lífið bara aftur. Ég fer til Danmerkur í september og verð að æfa þar. Ég er fjarri því að vera hættur. Ég verð nú bara 23 ára síðar í mánuðinum og ég hætti ekki meðan ég hef enn gaman af þessu," sagði Örn Arnarson sem mun væntanlega aðeins keppa í svona 23 sekúndur á leikunum í Aþenu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira