Vinna með upptökustjóra Jamiroquai 13. október 2005 14:32 Breski upptökustjórinn Al Stone er nú staddur hér á landi til þess að vinna með íslenska fönkdýrinu Jagúar. Hann er líklegast þekktastur fyrir vinnu sína á þremur breiðskífum bresku fönksveitarinnar Jamiroquai sem "kötturinn með höttinn", Jay Kay, syngur í. Hann hefur einnig starfað með breska popparanum Daniel Bedingfield og rokksveitinni Gomez. Hann vann einnig að Debut og Post, plötum Bjarkar Guðmundsdóttur. "Við erum að vinna tvö lög með honum núna," segir Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari og söngvari Jagúar. "Hann er frábær gaur. Við grófum þetta nafn upp á þessum plötuumslögum, þegar við vorum að reyna finna einhvern "fullorðins" til þess að vinna með. Síðan var honum boðið á gigg þegar við spiluðum á Jazz Café út í London í febrúar og hann kom og hreifst af bandinu. Hann er kominn hingað af sínum eigin áhuga en ekki út af því sem við gætum borgað honum." Sammi segir þetta vera sameiginlega tilraun til þess að sjá hvort upptökustjórinn og bandið nái saman. Jagúar er byrjuð að leggja drög að sinni þriðju breiðskífu og segir Sammi þetta vera ágætis viðbót á hana. Sveitin hefur hafið samstarf við Smekkleysu SM og ætti plata þeirra að skila sér hér í búðir fyrir jól. Fyrirtækið áætlar svo að gefa plötu þeirra út í Bretlandi eftir áramót. Fyrsta lagið af plötunni, One of Us, fór í spilun í gær. Það er í nóg um að snúast hjá sveitinni, sem kom fram á SummerStage tónlistarhátíðinni í Central Park um Verslunarmannahelgina ásamt Maus og Vínyl. Þeir hafa ráðið til sín umboðsmanninn Keith Harris, sem m.a. starfaði fyrir Stevie Wonder í Evrópu. Jagúar hitar upp fyrir átrúnaðargoðið sitt, James Brown, í lok mánaðarins og er það mikið hjartans mál fyrir liðsmenn sveitarinnar. Þeim var því ekkert sérlega skemmt yfir þeim orðrómnum, sem var á kreiki, að Brown hafi hætt við tónleika sína hér. "Ég fékk nú bara í magann," sagði Sammi sem hafði ekki heyrt af orðróminum fyrr en blaðamaður sagði honum frá því. Hann og aðrir aðdáendur Browns hafa þó ekkert að óttast. Tónleikahaldarar fullyrða að ekkert sé til í þessum orðrómi og að gamli stuðboltinn mæti í Laugardalshöll 28. ágúst og skilar sínu, þó að það verði hans síðasta. Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Breski upptökustjórinn Al Stone er nú staddur hér á landi til þess að vinna með íslenska fönkdýrinu Jagúar. Hann er líklegast þekktastur fyrir vinnu sína á þremur breiðskífum bresku fönksveitarinnar Jamiroquai sem "kötturinn með höttinn", Jay Kay, syngur í. Hann hefur einnig starfað með breska popparanum Daniel Bedingfield og rokksveitinni Gomez. Hann vann einnig að Debut og Post, plötum Bjarkar Guðmundsdóttur. "Við erum að vinna tvö lög með honum núna," segir Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari og söngvari Jagúar. "Hann er frábær gaur. Við grófum þetta nafn upp á þessum plötuumslögum, þegar við vorum að reyna finna einhvern "fullorðins" til þess að vinna með. Síðan var honum boðið á gigg þegar við spiluðum á Jazz Café út í London í febrúar og hann kom og hreifst af bandinu. Hann er kominn hingað af sínum eigin áhuga en ekki út af því sem við gætum borgað honum." Sammi segir þetta vera sameiginlega tilraun til þess að sjá hvort upptökustjórinn og bandið nái saman. Jagúar er byrjuð að leggja drög að sinni þriðju breiðskífu og segir Sammi þetta vera ágætis viðbót á hana. Sveitin hefur hafið samstarf við Smekkleysu SM og ætti plata þeirra að skila sér hér í búðir fyrir jól. Fyrirtækið áætlar svo að gefa plötu þeirra út í Bretlandi eftir áramót. Fyrsta lagið af plötunni, One of Us, fór í spilun í gær. Það er í nóg um að snúast hjá sveitinni, sem kom fram á SummerStage tónlistarhátíðinni í Central Park um Verslunarmannahelgina ásamt Maus og Vínyl. Þeir hafa ráðið til sín umboðsmanninn Keith Harris, sem m.a. starfaði fyrir Stevie Wonder í Evrópu. Jagúar hitar upp fyrir átrúnaðargoðið sitt, James Brown, í lok mánaðarins og er það mikið hjartans mál fyrir liðsmenn sveitarinnar. Þeim var því ekkert sérlega skemmt yfir þeim orðrómnum, sem var á kreiki, að Brown hafi hætt við tónleika sína hér. "Ég fékk nú bara í magann," sagði Sammi sem hafði ekki heyrt af orðróminum fyrr en blaðamaður sagði honum frá því. Hann og aðrir aðdáendur Browns hafa þó ekkert að óttast. Tónleikahaldarar fullyrða að ekkert sé til í þessum orðrómi og að gamli stuðboltinn mæti í Laugardalshöll 28. ágúst og skilar sínu, þó að það verði hans síðasta.
Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira