Vinna með upptökustjóra Jamiroquai 13. október 2005 14:32 Breski upptökustjórinn Al Stone er nú staddur hér á landi til þess að vinna með íslenska fönkdýrinu Jagúar. Hann er líklegast þekktastur fyrir vinnu sína á þremur breiðskífum bresku fönksveitarinnar Jamiroquai sem "kötturinn með höttinn", Jay Kay, syngur í. Hann hefur einnig starfað með breska popparanum Daniel Bedingfield og rokksveitinni Gomez. Hann vann einnig að Debut og Post, plötum Bjarkar Guðmundsdóttur. "Við erum að vinna tvö lög með honum núna," segir Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari og söngvari Jagúar. "Hann er frábær gaur. Við grófum þetta nafn upp á þessum plötuumslögum, þegar við vorum að reyna finna einhvern "fullorðins" til þess að vinna með. Síðan var honum boðið á gigg þegar við spiluðum á Jazz Café út í London í febrúar og hann kom og hreifst af bandinu. Hann er kominn hingað af sínum eigin áhuga en ekki út af því sem við gætum borgað honum." Sammi segir þetta vera sameiginlega tilraun til þess að sjá hvort upptökustjórinn og bandið nái saman. Jagúar er byrjuð að leggja drög að sinni þriðju breiðskífu og segir Sammi þetta vera ágætis viðbót á hana. Sveitin hefur hafið samstarf við Smekkleysu SM og ætti plata þeirra að skila sér hér í búðir fyrir jól. Fyrirtækið áætlar svo að gefa plötu þeirra út í Bretlandi eftir áramót. Fyrsta lagið af plötunni, One of Us, fór í spilun í gær. Það er í nóg um að snúast hjá sveitinni, sem kom fram á SummerStage tónlistarhátíðinni í Central Park um Verslunarmannahelgina ásamt Maus og Vínyl. Þeir hafa ráðið til sín umboðsmanninn Keith Harris, sem m.a. starfaði fyrir Stevie Wonder í Evrópu. Jagúar hitar upp fyrir átrúnaðargoðið sitt, James Brown, í lok mánaðarins og er það mikið hjartans mál fyrir liðsmenn sveitarinnar. Þeim var því ekkert sérlega skemmt yfir þeim orðrómnum, sem var á kreiki, að Brown hafi hætt við tónleika sína hér. "Ég fékk nú bara í magann," sagði Sammi sem hafði ekki heyrt af orðróminum fyrr en blaðamaður sagði honum frá því. Hann og aðrir aðdáendur Browns hafa þó ekkert að óttast. Tónleikahaldarar fullyrða að ekkert sé til í þessum orðrómi og að gamli stuðboltinn mæti í Laugardalshöll 28. ágúst og skilar sínu, þó að það verði hans síðasta. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Breski upptökustjórinn Al Stone er nú staddur hér á landi til þess að vinna með íslenska fönkdýrinu Jagúar. Hann er líklegast þekktastur fyrir vinnu sína á þremur breiðskífum bresku fönksveitarinnar Jamiroquai sem "kötturinn með höttinn", Jay Kay, syngur í. Hann hefur einnig starfað með breska popparanum Daniel Bedingfield og rokksveitinni Gomez. Hann vann einnig að Debut og Post, plötum Bjarkar Guðmundsdóttur. "Við erum að vinna tvö lög með honum núna," segir Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari og söngvari Jagúar. "Hann er frábær gaur. Við grófum þetta nafn upp á þessum plötuumslögum, þegar við vorum að reyna finna einhvern "fullorðins" til þess að vinna með. Síðan var honum boðið á gigg þegar við spiluðum á Jazz Café út í London í febrúar og hann kom og hreifst af bandinu. Hann er kominn hingað af sínum eigin áhuga en ekki út af því sem við gætum borgað honum." Sammi segir þetta vera sameiginlega tilraun til þess að sjá hvort upptökustjórinn og bandið nái saman. Jagúar er byrjuð að leggja drög að sinni þriðju breiðskífu og segir Sammi þetta vera ágætis viðbót á hana. Sveitin hefur hafið samstarf við Smekkleysu SM og ætti plata þeirra að skila sér hér í búðir fyrir jól. Fyrirtækið áætlar svo að gefa plötu þeirra út í Bretlandi eftir áramót. Fyrsta lagið af plötunni, One of Us, fór í spilun í gær. Það er í nóg um að snúast hjá sveitinni, sem kom fram á SummerStage tónlistarhátíðinni í Central Park um Verslunarmannahelgina ásamt Maus og Vínyl. Þeir hafa ráðið til sín umboðsmanninn Keith Harris, sem m.a. starfaði fyrir Stevie Wonder í Evrópu. Jagúar hitar upp fyrir átrúnaðargoðið sitt, James Brown, í lok mánaðarins og er það mikið hjartans mál fyrir liðsmenn sveitarinnar. Þeim var því ekkert sérlega skemmt yfir þeim orðrómnum, sem var á kreiki, að Brown hafi hætt við tónleika sína hér. "Ég fékk nú bara í magann," sagði Sammi sem hafði ekki heyrt af orðróminum fyrr en blaðamaður sagði honum frá því. Hann og aðrir aðdáendur Browns hafa þó ekkert að óttast. Tónleikahaldarar fullyrða að ekkert sé til í þessum orðrómi og að gamli stuðboltinn mæti í Laugardalshöll 28. ágúst og skilar sínu, þó að það verði hans síðasta.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira