Erlent

Gæti valdið 700 milljarða tjóni

Fellibylurinn Charley, sem nú stefnir á Tampa-flóa á Flórída-skaga, gæti valdið tíu milljarða dollara tjóni að mati tryggingafræðinga. Þá er miðað við svokallaðan þriðja stigs fellibyl þar sem vindhraðinn er um hundrað og áttatíu kílómetrar á klukkustund. Þrjár milljónir manna búa á Tampa-svæðinu og streyma íbúarnir nú inn í land til þess að forðast fellibylinn. Maður sést hér taka myndir af ölduganginum við strendur Flórída með farsímanum sínum fyrr í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×